Veður

Veturinn sá kaldasti síðan 1999

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Veturinn 2023-2024 var kaldur.
Veturinn 2023-2024 var kaldur. Vísir/Arnar

Síðasti vetrardagur er í dag 24. apríl, en nýafstaðinn vetur var sá kaldasti á Íslandi síðan 1998-1999. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er 1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. 

Kaldara var á norðanverðu landinu. Á Akureyri var meðalhiti íslenska vetrarins -1,6 stig sem er 2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Veturinn í Reykjavík var álíka kaldur og í fyrra, en meðalhiti var 0,8 stig sem er 0,9 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur ekki verið eins kalt síðan veturinn 1998-1999.

Þá var veturinn í Reykjavík óvenjuþurr og sólríkur. Úrkoma í Reykjavík mældist um 70% af meðalúrkomu áranna 1991-2020. Sólskinsstundir mældust 558 sem er sólríkasti vetur í Reykjavík frá upphafi mælinga.

Hægt er að rýna frekar í gögnin á vef veðurstofunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×